Verkefni

Þýðing, menningaleg aðlögun og áreiðanleikaprófun á endurskoðaðri útgáfu af The Premature Infant Pain Profile (PIPP)


Fyrirburar eru fæddir í heiminn vikum og oft mánuðum fyrir tímann og eru sérstaklega viðkvæm fyrir sársauka. Gjörgæslumeðferð er oft nauðsynleg fyrir lifun og kalla á mörg sársaukafull inngrip og ferla. Til að ná árangri í að lina og stilla verki hjá nýburum og geta dregið úr neikvæðum afleiðingum sársauka, þarf að bera kennsl á verkinn.


The Premature Infant Pain Profile (PIPP) er eitt af þeim mest prófuðu og áreiðaleikarannsökuðu matsaðferðum til að meta verki í ágangsömum inngripum á fyrirburum. Endurskoðuð útgáfa, PIPP-R, var nýverið birt og er sögð notendavænni en upphafleg útgáfa þess.


Markmið þessarar rannsóknar er að:

a) Þýða PIPP-R matstækið yfir á finnsku, íslensku, norsku og sænsku.

b) Prófa innihaldsréttmæti hverrar þýðingar á matstækinu með viðtölum sem eru inntaksgreind (Cognitive Interviews).